miðvikudagur, 14. febrúar 2007

Cowley Road


‘Ég get ekkert bloggað’ - vældi ég utan í Hannesi á skæpinu um daginn – ‘Það er ekkert að gerast í mínu lífi!’ Og hann djúpspakur sagði: ‘Láttu ekki svona, þetta er allt bara spurning um sósíal konstrúkt eins og þú veist’ (það er nú ekki skrítið að ég hafi orðið skotin í svona manni). Og þegar ég var að hjóla í skólann í morgun datt mér í hug að það gæti verið gaman að segja aðeins frá götunni minni Cowley Road. Reyndar er hún ekki mín heldur sú sem mín er ‘off’ en um hana fer ég kvölds og morgna á leiðinni til og frá skóla auk þess sem ég vappa um hana um helgar. Ef ég kenndi félagsfræði í framhaldsskóla (eins og Hannes) myndi ég láta nemendur halda til á götunni einn dag til að sjúga í sig félagsfræðina.

Ég fer sjaldan um Cowley Road á miðjum degi en snemma á morgnana og þó sérstaklega síðdegis er það heilmikið ævintýri en um leið svolítið hættulegt. Gatan er þröng og ekki gerð fyrir alla þá umferð sem um hana fer. Það þarf því stundum svolitla hugprýði og heilmikla útsjónarsemi að smeygja sér á milli bíla og strætisvagna, hleypa yfir hana gangandi vegfarendum og forða sér fram hjá flutningabílum sem flytja vörur í hús. Stundum er ég lengur að komast upp götuna en að hjóla það sem af er leiðar upp í vinnu. En stopp á bak við strætó, andandi að mér útblæstrinum, gefst oft ágætt tækifæri til að stúdera mannlífið í götunni.

Gatan liggur sem sagt frá Magdalenubrúnni og eitthvað langt út í buska. Það eru mikil viðbrigði að hjóla úr miðbænum og frá öllum sögufrægu og fallegu húsunum þar, golfgrænum grasvöllum, styttum og söguminjum yfir á Cowley Road. Gatan er litrík enda er hún, ein og sér, látin duga undir allt margmenningarsamfélagið í Oxford. Hér þarf ekki púkka heilu hverfi undir allrahandapakk enda langflestir aðrir í bænum af góðum ættum.


Götuna og næsta nágrenni byggja einkum tveir hópar sem eiga það helst sameiginlegt að vera blankir, þ.e. námsmenn og þeir sem minna mega sín félagslega. Þeir fyrrnefndu líta eflaust á veru sína hér sem tímabundna dvöl á leiðinni til frama en hinir mega búast við að doka við ögn lengur. Flestir eru námsmennirnir úr Oxford Brooks háskólanum sem er alls ekki eins fínn og alvöru Oxfordskólinn og kannski er það þess vegna sem þau æpa svona mikið út á götu um helgarnætur, blessuð börnin.

Þó að íbúarnir séu blankir er Cowley Road miðstöð verslunar og viðskipta og hér má finna allt sem hugurinn girnist - og gott betur en það. Við götubútinn heim til mín er t.d. að finna 5 rakarastofur sem allar bjóða klippingu á afar hagstæðu verði, ótal dagblaðabúðir þar sem hægt er að kaupa auk dagblaða, alls konar smotterí, nokkra pakistanska (held ég) grænmetissala og þrjár skranbúðir þar sem allt fæst, þrjár reiðhjólabúðir (ég fer alltaf í þá sömu því að þar afgreiddi mig svo alúðlegur, krangalegur strákur í fyrstu vikunni hér),útilífsverslun, hljóðfæraverslun, alvöru kjötkaupmann (sem stillir stórri styttu af kjötkaupmanni upp fyrir framan búðargluggann sinn), tölvubúð (sem ég veit af eigin reynslu að er ódýrari en stórverslanirnar niðrí bæ), fornbókabúð sem selur líka gömul frímerki, gólfflísabúð, baðtækjabúð, brasilíska skartgripabúð og aðra enska sem selur nútímalega gullvörur og Bombay Emporium sem selur allra handa vörur (frá Indlandi geri ég ráð fyrir). Sú búð er við hliðina á eau de vie en samkvæmt skiltinu er það flot(a)stöð eða floating center.

Mín uppáhaldsbúð er Taylors of Oxford – Robemakers sem selja hempur og fínerí fyrir presta (veit ekki af hverju ég varð svona hissa að sjá hana - hef bara aldrei hugsað út í hvar prestar keyptu sér vinnugallann). Við götuna er líka að finna venjulegar búðir eins og Boots (sem er Lyfjan þeirra hérna) og svo matvörubúðina Tesco (leigusalar mínir versla þar aldrei af pólitískum ástæðum en þau eiga líka bíl sem þau geta brunað á í pólitísk rétttrúnaðarinnkaup. Ég er hins vegar bæði bíllaus og ekki alveg klár á þessari pólitísku óáran að baki Tesco svo ég geri bara öll mín stórinnkaup þar). Þeir sem eru fátækir eða meðvitaðir (eða hvoru tveggja) geta verslað sér föt í Oxfam búðinni eða annarri sem einnig selur notuð föt til góðagerðamála. Það er hins vegar ekkert góðgerðalegt við Unikki en þar selur finnsk listakona hönnunarfötin sín.

Nú fari hungur að sverfa að götubúum og gestum er af nógu að taka því í margmenningargötunni minni er að finna veitingahús af öllu hugsanlegu tagi. Auk alþjóðlegra auðhringja eins og Centucy Fried Chicken og Subway úir allt og grúir af menningarbundnum smástöðum. Þarna er að finna nokkra ítalska staði (m.a. þennan sem við Ragnheiður Lára og Michele létum okkur hafa að bíða í klukkutíma eftir borði forðum), nokkra austurlenska (og nú kemst upp um mína lélegur landafræðikunnáttu) eins og Núðluhúsið. Þar er líka að finna spænskan stað og annar portúgalskan, staðinn The Kebab Kid (sem ég kann ekki alveg að staðfæra en er með mynd af karate kid í auglýsingunni) og sérlega undarlegan pólskan stað sem ber nafnið Majduczek (og ég myndi gjarnan vilja prófa ef ég væri bara aðeins hugrakkari). Þeir sem vilja borða matinn sinn heima geta svo keypt sér eitt og annað í ítölsku gourmetbúðinni, nú eða í litlu grísku búðinni Méli en þar er líka hægt að sækja grískutíma eftir samkomulagi.

Við Cowley Road standa að sjálfsögður nokkrir barir m.a. einn kinky hér á næsta horni sem heitir baby en er samt bannaður fyrir börn. Þar er að finna a.m.k. þrjár kirkjur og á móti einni er búð sem ég hef lengi undrað mig á. Búðin heitir Private Shop og þar er ekki að finna neina glugga en daglegur opnunartími auglýstur vel og vandlega. Spurði Michele hvers konar búð þetta gæti eiginlega verið og hún leit á mig kankvís og sagði mér svo að þarna væru seld klámblöð! Mér fannst ótrúlega laumulega farið myndir af berrössuðu fólki á klámöld. Við götuna er líka að finna skemmtistaðinn the Zodiac en um helgar má sjá risastórar hljómsveitarútur parkeraðar fyrir framan og svo langar biðraðir af unglinum þegar líður að kveldi. The Zodiac er við hliðina á baðtækjabúðinni.

Mannlífið við Cowley Road er álíka litríkt og verslunarflóran. Hérna vafra um háskólanemarnir fyrrnefndu í bland við litlar indverskar litlar stúlkur í síðkjólum og háum hælum. Pakistanskir töffarar ganga um í hópum og tala mikið í farsíma og þreyttar mömmur eiga það til að æpa hvasst að mínu mati á óstýrláta unga. Fyrir utan Tesco reyna heimilislausir að selja blaðið sitt The Big Issue, sumir biðja um aur og í morgun sátu saman á bekk kollegar þeirra Spaugstofufélaga og supu saman úr flösku í bróðerni. Þetta er líka besti staðurinn í bænum til að sjá lítil börn og gamalmenni á vappi.

Innan um er svo auðvitað ósköp venjulegt fólk – svona eins og ég.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heldur þú að pakistanarnir telji þig sem venjulega:) íslenskur rauðhaus, flúin frá ÍSLANDI til oxford að læra kennslufræði... nei það er nú margt venjulegra en þú;)

Nafnlaus sagði...

Mikid ad madur heyrir eitthvad fra ther stelpuskomm - og ta er thad bara einhver donaskapur!
kossar
ma

Nafnlaus sagði...

Hello,
I have developed a new clean web 2.0 wordpress theme.

Has 2 colours silver and blue, has custom header(colour or image).
I am curently working on it, so if you have suggestions let me know.

You can view live demo and download from here www.getbelle.com
If you found bug reports or you have suggestions pm me.
Wish you a happing using.

many thanks to [url=http://www.usainstantpayday.com/]USAInstantPayDay.com[/url] for paying the hosting and developement of the theme

Speaddele

Nafnlaus sagði...

Whats up everyone, I just signed up on this splendid community forum and wished to say hi there! Have a fantastic day!

Nafnlaus sagði...

pics of megan fox in thong, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187756]naked megan foxx[/url] megan fox comments
kim kardashian in pantyhose, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187768]ray j and kim kardashian sex tape[/url] free kim kardashian superstar
taylor swift ticktes, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187772]taylor swift bibliography[/url] taylor swift award
hannah montana coloring book pages, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187786]where was hannah montana born[/url] disney hannah montana cdg concert karaoke system
harry potter + series, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187792]harry potter 5[/url] naked harry potter
cruise departing san francisco, california to baja, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187798]tom cruse[/url] disney cruise to bahamas
baby lryics justin bieber ft. ludacris, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187812]justin bieber with his friend[/url] justin bieber gets arrested
britney spears new song 3, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/187814]circus britney spears lyrics[/url] britney spears patying
megan fox magnum, [url=http://discuss.tigweb.org/thread/175542]fox news megan kelley[/url] megan fox in transformers

Nafnlaus sagði...

if you guys exigency to handicap [url=http://www.generic4you.com]viagra[/url] online you can do it at www.generic4you.com, the most trusted viagra pharmacopoeia other of generic drugs.
you can learn drugs like [url=http://www.generic4you.com/Sildenafil_Citrate_Viagra-p2.html]viagra[/url], [url=http://www.generic4you.com/Tadalafil-p1.html]cialis[/url], [url=http://www.generic4you.com/VardenafilLevitra-p3.html]levitra[/url] and more at www.rxpillsmd.net, the prime [url=http://www.rxpillsmd.net]viagra[/url] originator on the web. well another great [url=http://www.i-buy-viagra.com]viagra[/url] pharmacy you can find at www.i-buy-viagra.com

Nafnlaus sagði...

Make the beast with two backs casinos? go over this new [url=http://www.realcazinoz.com]free casino[/url] games. advisor and take up online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also into our novel [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] direct at http://freecasinogames2010.webs.com and replace in factual compressed currency !
another voguish [url=http://www.ttittancasino.com]casino[/url] spiele machination is www.ttittancasino.com , instead of german gamblers, rise via manumitted online casino bonus.

Nafnlaus sagði...

This seems like an active and crowded forum. Looking forward to contributing and meeting many of you in the process.

I just come from an other site with many very usefull important information about [url=http://newmoviereleasesdvd.info/]Watch Movies Online Free[/url], if someone also needs and wants to know about that topic see my signature.

Nafnlaus sagði...

INSERT

Nafnlaus sagði...

hihjeinue [url=http://bit.ly/elancreditcard]elan credit card[/url] lastgirejninaa

Nafnlaus sagði...

They are certainly entire the same about the exact t-shirts to the fact that rivals use as soon as attaining active in the chosen planet container Maximizing the benefits of a fittingly optimized website might consequence in lots of earnings for the marketer
Nowadays[url=http://www.timjenningsjersey.com/]Womens Tim Jennings Jersey[/url]
numerous photography enthusiasts use photo modifying software program with regard to increasing the clarity as well as make up associated with sports activities photography shots Unlike other modern apparel they just don't fade or become threadbare after just a few months of damage

Nafnlaus sagði...

[url=http://amoxicilline.webs.com/]Agram en ligne
[/url][url=http://acheter-amoxicilline.webs.com/]amoxicilline diarrhГ©e bebe
[/url] amoxicilline gelule
amoxicilline pediatrique
amoxicilline quel cas

Nafnlaus sagði...

Hello there! This is my very first visit to your site! We're a team of volunteers and starting a whole new project in a community in the same market. Your site provided us helpful information to work on. You have carried out an exceptional job!

my site; laser fungus treatment