Mánudagur er 2. dagur vikunnar og er nafn hans dregið af orðinu mána, eða tungli og var því í upphafi „mánadagur“. Dagurinn er á eftir sunnudegi en á undan þriðjudegi. Dagurinn er fyrsti dagur almennrar vinnuviku og er stundum hataður vegna þess, bæði í gríni og í alvöru.
Eða svo segir á Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu og svo er hægt að skoða hvernig mánudagur er skrifaður á öllum heimsins tungumálum: http://is.wiktionary.org/wiki/m%C3%A1nudagur. Frábært fyrirbæri Wikipedia. Mér finnst sá vefur svo og ‘open source’ hugbúnaður eitthvað svo notaleg fyrirbæri í markaðsóríenteruðum og einstaklingsmiðuðum heimi.
En færslan byrjar svona af því að það er svolítill mánudagur í mér. Kannski situr hann svona þungt í beinunum af því ég er búin að fara út á lífið (þannig séð) og drekka rauðvín öll kvöld helgarinnar? Fór aftur með þær stöllur Guðrúnu og Kolbrúnu út að borða á laugardaginn. Þá voru þær nú reyndar nýkomnar frá því að sofa úr sér og/eða ganga af sér hvítvín hádegissins þannig að þær ættu að vera enn þreyttari en ég í dag. Dró þær með mér í strætó upp í Headington (sem er svona Seljahverfi)og þar svolitla úrúrkróka þar til við fundum Svartakaffi (Café Noir) sem ég hafði reyndar heimsótt áður. Þar áttum við hina dægilegustu kvöldstund, afbragðsmatur og vín og gátum rætt vítt og breytt um allt mögulegt. Tókum svo strætó niður í bæ því ég vildi endilega fara með þær á Turf krána þar sem við Margrét drukkum léttvín forðum en þar var bara búið að loka. Ekki að við gömlu konurnar höfum verið að skrönglast svona lengi í Seljahverfinu heldur lokar barinn á slaginu ellefu. Fengum okkur hestaskál á næsta bar áður en við kvöddumst. Þær stöllur notuðu svo sunnudaginn í að skoða Blenheim höllina og voru kátar með sitt dagsverk en ég sat heima og lærði enda bara með staðbundna nemaáskrift að rannsóknarfélaginu þeirra. Við ákváðum samt að gefast ekki upp á Turfkránni svo við hittumst þar klukkan hálftíu í gærkvöldi yfir bjór og nú var Michele með í för. Fyrir vikið fórum við stöllur hér á Divinity Road óvanalega seint í koju.
Dagurinn í dag leið allt of hratt sem merkti að ég komst ekki hálfa leið með það sem ég vildi gjarnan komast heila – en hvað um það. Fór í leikfimi upp úr hádegi. Fann hér íþróttatíma í Háskólaklúbbnum og prófaði í síðustu viku með þeim árangri að ég gat varla sest á stól eða setu í gær. Stúlkutuðran sem þar stjórnar með brosmildum heraga lét okkur gera hnébeygjur út í eitt og þegar við bættust brekkuhlaup á laugardagsmorgni var minn endalaust aumi gluteus maximus ekki til stórræðanna. Reyndi því að fara sparlega í slíkar æfingar í dag.
En af því þetta er svo leiðinleg bloggfærsla bæti ég hana upp með kvöldmatnum sem hún Michele galdraði fyrir mig upp úr Wagamama uppskriftabókinni og fékk mig alveg til að gleyma óskrifuðum köflum og illa stífum rassvöðvum:
Cha han
200 gr beinlaus kjúklingur (helst af læri)
2 msk yakitori sósa (6 msk. saki (eða þurrt sérrí), 180 ml létt sojasósa. 6 msk. mirin (sætt matreiðslusaki), 1 msk flórsykur)
2 msk olía
8 risarækjur pillaðar
2 msk maísbaunir úr dós (afvökvaðar)
2 msk mangetout (sem eru grænu löngu baunirnar sem baunirnar eru farnar úr) fínt skornar
4 niðursneiddir sveppir
2 vorlaukar skornir í 2 cm bita
2 hræð egg
75 gr soðin hrísgrjón (Thai)
Salt
2 msk sojasósa
Eða svo segir á Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu og svo er hægt að skoða hvernig mánudagur er skrifaður á öllum heimsins tungumálum: http://is.wiktionary.org/wiki/m%C3%A1nudagur. Frábært fyrirbæri Wikipedia. Mér finnst sá vefur svo og ‘open source’ hugbúnaður eitthvað svo notaleg fyrirbæri í markaðsóríenteruðum og einstaklingsmiðuðum heimi.
En færslan byrjar svona af því að það er svolítill mánudagur í mér. Kannski situr hann svona þungt í beinunum af því ég er búin að fara út á lífið (þannig séð) og drekka rauðvín öll kvöld helgarinnar? Fór aftur með þær stöllur Guðrúnu og Kolbrúnu út að borða á laugardaginn. Þá voru þær nú reyndar nýkomnar frá því að sofa úr sér og/eða ganga af sér hvítvín hádegissins þannig að þær ættu að vera enn þreyttari en ég í dag. Dró þær með mér í strætó upp í Headington (sem er svona Seljahverfi)og þar svolitla úrúrkróka þar til við fundum Svartakaffi (Café Noir) sem ég hafði reyndar heimsótt áður. Þar áttum við hina dægilegustu kvöldstund, afbragðsmatur og vín og gátum rætt vítt og breytt um allt mögulegt. Tókum svo strætó niður í bæ því ég vildi endilega fara með þær á Turf krána þar sem við Margrét drukkum léttvín forðum en þar var bara búið að loka. Ekki að við gömlu konurnar höfum verið að skrönglast svona lengi í Seljahverfinu heldur lokar barinn á slaginu ellefu. Fengum okkur hestaskál á næsta bar áður en við kvöddumst. Þær stöllur notuðu svo sunnudaginn í að skoða Blenheim höllina og voru kátar með sitt dagsverk en ég sat heima og lærði enda bara með staðbundna nemaáskrift að rannsóknarfélaginu þeirra. Við ákváðum samt að gefast ekki upp á Turfkránni svo við hittumst þar klukkan hálftíu í gærkvöldi yfir bjór og nú var Michele með í för. Fyrir vikið fórum við stöllur hér á Divinity Road óvanalega seint í koju.
Dagurinn í dag leið allt of hratt sem merkti að ég komst ekki hálfa leið með það sem ég vildi gjarnan komast heila – en hvað um það. Fór í leikfimi upp úr hádegi. Fann hér íþróttatíma í Háskólaklúbbnum og prófaði í síðustu viku með þeim árangri að ég gat varla sest á stól eða setu í gær. Stúlkutuðran sem þar stjórnar með brosmildum heraga lét okkur gera hnébeygjur út í eitt og þegar við bættust brekkuhlaup á laugardagsmorgni var minn endalaust aumi gluteus maximus ekki til stórræðanna. Reyndi því að fara sparlega í slíkar æfingar í dag.
En af því þetta er svo leiðinleg bloggfærsla bæti ég hana upp með kvöldmatnum sem hún Michele galdraði fyrir mig upp úr Wagamama uppskriftabókinni og fékk mig alveg til að gleyma óskrifuðum köflum og illa stífum rassvöðvum:
Cha han
200 gr beinlaus kjúklingur (helst af læri)
2 msk yakitori sósa (6 msk. saki (eða þurrt sérrí), 180 ml létt sojasósa. 6 msk. mirin (sætt matreiðslusaki), 1 msk flórsykur)
2 msk olía
8 risarækjur pillaðar
2 msk maísbaunir úr dós (afvökvaðar)
2 msk mangetout (sem eru grænu löngu baunirnar sem baunirnar eru farnar úr) fínt skornar
4 niðursneiddir sveppir
2 vorlaukar skornir í 2 cm bita
2 hræð egg
75 gr soðin hrísgrjón (Thai)
Salt
2 msk sojasósa
(Við Michele höfðum nú bara meira af því sem okkur finnst gott - mér finnst t.d. út í hött að skera niður fjóra sveppi).
Sósan búin til og kjúklingurinn settur út í og látinn marinerast í að minnsta kosti hálftíma. Klukkutími er betri og það á að potast aðeins í hann með puttunum af og til á meðan. Tekinn úr og skorinn í smábita.
Hita wokpönnu og olíu í vel heitt ástand og bæta á hana rækjunum, maískorninu, magetout, sveppum og lauk ásamt kjúklingabitunum og steikja yfir miðlungshita í svona fimm mínútur þar til grænmetið tekur sig og kjúklingurinn er steiktur í gegn. Eggjahrærunnir bætt í og hrærð þar til hún hefur tekið sig (að taka sig er nýtt hjá mér yfir öll uppskriftarorð sem ég kann ekki að þýða - þið finnið út úr því sjálf).
Bætið soðnu grjónunum í og kryddið með salti og sojasósu og hrærið þar til allt er vel hrært og heitt. Sett á tvær skálar og borðað með Michele og prjónum.
Sósan búin til og kjúklingurinn settur út í og látinn marinerast í að minnsta kosti hálftíma. Klukkutími er betri og það á að potast aðeins í hann með puttunum af og til á meðan. Tekinn úr og skorinn í smábita.
Hita wokpönnu og olíu í vel heitt ástand og bæta á hana rækjunum, maískorninu, magetout, sveppum og lauk ásamt kjúklingabitunum og steikja yfir miðlungshita í svona fimm mínútur þar til grænmetið tekur sig og kjúklingurinn er steiktur í gegn. Eggjahrærunnir bætt í og hrærð þar til hún hefur tekið sig (að taka sig er nýtt hjá mér yfir öll uppskriftarorð sem ég kann ekki að þýða - þið finnið út úr því sjálf).
Bætið soðnu grjónunum í og kryddið með salti og sojasósu og hrærið þar til allt er vel hrært og heitt. Sett á tvær skálar og borðað með Michele og prjónum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli