þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Að finna sinn garð


Vorum latar á sunnudaginn, röltum í bæinn að kaupa pínulítið meira en tókum svo rúnt upp í skóla til mín að prenta út hótelmiða. Sýndi Ragnheiði garðana hér sem mér finnast frábærir. Það vekur alveg sérstaka fagnaðar- og gleðitilfinningu hjá mér að fara þar um og sjá krókusa stinga upp kollinum og íkorna skoppa upp og niður trjáboli. Fæ glampa í augun og hita í hjartað en sé að hún dóttir mín deildir þessum tilfinningum ekki með mér. Hennar glampi og hjartahiti brýst út þegar að hún stendur í sínum Hennes og Mauriz garði og horfir yfir blómstandi vortískuna á Oxford Street. En tilfinningin er svipuð.


Í lok sunnudagsins hittum við Margréti og Varða og fórum með þeim að skoða Christ Church College en þar er Margrét doktorsnemi. Fengum meira að segja að máta skikkjuna hennar sem hún þarf m.a. að klæðast í kvöldmatnum.

Engin ummæli: