Komnar á fætur fyrir dögun heldur súrar í augum og búnar að narta í morgunbrauð fyrir hálfníu. Nágrannarnir, unglingarnar, sváfu vært og við stilltum okkur um að æpa inn um skráargötin hjá þeim. Kvaddi Ragnheiði og sá á eftir barninu mínu hverfa inn í Stanstedlestina aleitt og fór sjálf að leita uppi hraðrútuna til Oxford. Á miðri leið þangað skiptumst við mæðgur á smsum og kom í ljós að Ránka fannst hvergi á farþegaskrá þrátt fyrir að hafa í höndunum útprentaðan flugmiða til staðfestingar á sinni tilveru. Eftir mikið japl og jarm og fuður (hvað þýðir þetta eiginlega - fuður?) kom í ljós að hún var skráð sem Auðunardóttir heim. Ég kannast ekkert við þann kauða en það tókst sem betur fer að leiðrétta faðernið og hún náði að henda sér í vélina fyrir flugtak. Heyrði síðast af henni í rútunni á leið til Reykjavíkur.
Ég náði hins vegar til Oxford áfallalaus en heldur hnípin og ein. Fann mér hárgreiðslustofu á leiðinni heim þar sem hárið var meira og minna tekið af mér sem gerði mig enn undarlegri - nú að utan líka.
Varð að fara í bókabúð og kauupa mér 3 fyrir 2 til að lyfta mér ögn upp.
1 ummæli:
Hæ hæ - hlakka til að hitta þig eftir rúmar 3 vikur. Allt gott að frétta af mér og mínum. Þið Ragnheiður hafið greinlega átt góðar stundir saman, það er alltaf gaman í svona stelpuferðum. Eyddi frídeginum í dag með Herdísi Önnu og við skemmtum okkur vel, hún rekur mann áfram í bókalestri allan daginn. Lítur ekki við öðrum leikföngum, pabbi hennar hefur af þessu miklar áhyggjur og reynir að ota að henni bolta en hún vill bara bók. Ætlar að verða bókasafnsfræðingur eins og amma !!
Bestu kveðjur frá Áslaugu
Skrifa ummæli