Allt fremur tíðindalaust af vesturvígstöðvunum. Vaknaði reyndar úrill í morgun sem er ekki minn vani. Gekk illa að sofna í gærkvöldi og með áhyggjur af teoríum og niðurstöðum. Vaknaði svo fyrir allar aldir við ruslakallana sem koma á miðvikudögum og taka flöskur og dagblöð sem eru hér talin eiga samleið í endurvinnslunni. Ekki bætti úr skák að leigusalarnir voru seinir á fætur og lengi að snyrta sig á baðherberginu svo mér gekk illa að komast að með mín morgunverk. En þegar ég hjólaði þungbrýnd niður götuna mínu seri sér við á gatnamótunum svona líka sætur strákur og sagði brosandi út að eyrum eitthvað í þessa áttina: Hæ pæ – ætlarðu að fara hér til hægri? Og það þurfti ekki meira til að gleðja mig.
Þetta tengist reyndar einnarkonu þjóðarátaki mínu hér. Mér fannst nefnilega þegar ég kom hingað fyrst hálfleiðinlegt hvað fólk á götu var eitthvað inní sig og alvarlegt og ákvað að leggja mitt af mörkum til að breyta því. Einsetti mér að brosa til allra sem ég mæti á hjóli og segja góðan daginn (eða kvöldið) við þá sem ég hitti hér á ferli í götunni. Fram til þessa hafa margir brosað til baka en bara tvær gamlar konur og einn strákur heilsað mér. Og þangað til í dag hefur enginn vegfarandi að fyrra bragði bæði brosað og talað við mig. Svo þetta var góð byrjun á degi.
Nú, í dagslok þegar ég fór heim úr skólanum uppgötvaði ég svo að það var bara enn bjart! Og helltist þá ekki yfir mig nema þessi alíslenska ofursæla sem grípur mig á hverju vori þegar að ég uppgötva að - aldrei þessu vant – muni birta og daginn lengja og svo endi þetta allt í vori og sumaryl og endalausri lífshamingju – svona fram á haust. Þetta er svo góð tilfinning eins og allir vita sem hafa séð Ronju ræningjadóttur taka vorópið sitt.
Annars erum við Michele næstum í stofufangelsi í herbergjunum okkar, því hér á Divinity Road stendur mikið til hjá þeim hjónum Winifred og Patrick. Patrick er hagfræðingur og hefur umsjón með bresku margmilljónapunda verkefni í Rússlandi og nágrannalöndum. Þetta er nokkurs konar þróunarverkefni sem felst í því að hjálpa sprengmenntuðum vísindamönnun á kjarnorkugerðarstofum að finna sér eitthvað annað uppbyggilegt til dundurs en að búa til sprengjur. Það uppgötvaðist við tilraunir til að loka slíkum verum að það var lítið um að vera fyrir þessa starfsmenn og frekar en að eiga á hættu að missa þá áfram í sprengjugerð hjá einhverjum óvinlöndum þótti reynandi að finna þeim annað viðurværi. Patrick fer sem sagt í slík ver eða stofnanir og vinnur að því að fá þá sem þar stjórna að leita að nýstárlegum leiðum til að nýta tól og tæki. Og hefur víst tekist býsna vel upp. Þannig er eitt fyrrum kjarnorkubatteríið búið að finna leið til að nota kjarnakljúfa (vona bara að enginn raunvísindamanneskja lesi þetta vel) til að breyta lit á eðalsteinum svo að Hendrikkur Waage þessa heims geti framleitt fagurlitaðari skartgripi. En í kvöld – og á föstudagskvöldið – er von á þessum rússnesku og langtíburstístan yfirmönnum í mat. Helmingurinn kemur í kvöld og hinn helmingurinn á föstudaginn. Þau segja að það sé af því að langtíburstístan fólkið vilji ekki mingla of mikið með hinum – en ég held að það sé aðallega stærðin á borðstofuborðinu þeirra sem ráði því.
Það verður sem sagt fullt hús af gáfuðum raungreina(yfir)körlum hér á eftir og ég var að segja við Michele að ef hún ætlaði sér að eignast barn væri ekki vitlaust fyrir hana að spá í kvöldið í kvöld – bara svona genólógískt séð - og svona út frá stöðu raungreina í heiminum í dag. Vonlaust verk fyrir mig – komin úr barneign og eigandi Hannes í festum heima.
Nú, í dagslok þegar ég fór heim úr skólanum uppgötvaði ég svo að það var bara enn bjart! Og helltist þá ekki yfir mig nema þessi alíslenska ofursæla sem grípur mig á hverju vori þegar að ég uppgötva að - aldrei þessu vant – muni birta og daginn lengja og svo endi þetta allt í vori og sumaryl og endalausri lífshamingju – svona fram á haust. Þetta er svo góð tilfinning eins og allir vita sem hafa séð Ronju ræningjadóttur taka vorópið sitt.
Annars erum við Michele næstum í stofufangelsi í herbergjunum okkar, því hér á Divinity Road stendur mikið til hjá þeim hjónum Winifred og Patrick. Patrick er hagfræðingur og hefur umsjón með bresku margmilljónapunda verkefni í Rússlandi og nágrannalöndum. Þetta er nokkurs konar þróunarverkefni sem felst í því að hjálpa sprengmenntuðum vísindamönnun á kjarnorkugerðarstofum að finna sér eitthvað annað uppbyggilegt til dundurs en að búa til sprengjur. Það uppgötvaðist við tilraunir til að loka slíkum verum að það var lítið um að vera fyrir þessa starfsmenn og frekar en að eiga á hættu að missa þá áfram í sprengjugerð hjá einhverjum óvinlöndum þótti reynandi að finna þeim annað viðurværi. Patrick fer sem sagt í slík ver eða stofnanir og vinnur að því að fá þá sem þar stjórna að leita að nýstárlegum leiðum til að nýta tól og tæki. Og hefur víst tekist býsna vel upp. Þannig er eitt fyrrum kjarnorkubatteríið búið að finna leið til að nota kjarnakljúfa (vona bara að enginn raunvísindamanneskja lesi þetta vel) til að breyta lit á eðalsteinum svo að Hendrikkur Waage þessa heims geti framleitt fagurlitaðari skartgripi. En í kvöld – og á föstudagskvöldið – er von á þessum rússnesku og langtíburstístan yfirmönnum í mat. Helmingurinn kemur í kvöld og hinn helmingurinn á föstudaginn. Þau segja að það sé af því að langtíburstístan fólkið vilji ekki mingla of mikið með hinum – en ég held að það sé aðallega stærðin á borðstofuborðinu þeirra sem ráði því.
Það verður sem sagt fullt hús af gáfuðum raungreina(yfir)körlum hér á eftir og ég var að segja við Michele að ef hún ætlaði sér að eignast barn væri ekki vitlaust fyrir hana að spá í kvöldið í kvöld – bara svona genólógískt séð - og svona út frá stöðu raungreina í heiminum í dag. Vonlaust verk fyrir mig – komin úr barneign og eigandi Hannes í festum heima.
Mér finnst Michele ekki taka nógu vel í þessa hugmynd.
4 ummæli:
já enda væri ekkert vit í því að fara að næla sér í einhvern útlenskann raungreinakall, nog til af þeim á íslandi! Þú kannski nærð þér frekar í eitt stykki sætan ræstitækni/kokk og skiptir honum út fyrir Hannes... búin að finna út að eldamennska og þrif eru ekki hans sterkustu hliðar!!
Góður Ragnheiður!!!
Skitt med tessar tvaer hlidar - hann a svo margar godar adrar thessi elska! Thad eru ekki allir svona demantar eins og vid - med milljon fullkomnar hlidar.
Hæ skvísa. Á ekkert að fara að uppdeita síðuna svo maður geti fylgst með námsmanninum í Bretlandi. Knús Þurý.
Skrifa ummæli