Það var augsýnilegt að til að ná gestinum úr verslunum og í menninguna þyrfti að beita sérstökum ráðum og því varð úr að nota laugardaginn í ferðalag til Windsor kastala undir leiðsögn Michele. Okkur tókst þó aðeins að versla á leiðinni út á lestarstöð og þar fengum við að kynnast einni hlið enskar samtímamenningar sem eru óstundvísar lestir. Bretar staðhæfa að eftir að lestirnar komust í hendur einkafyritækja hafi allt farið norður og niður. Verðið hækkar en lestarferðum fækkar og við máttum bíða í klukkustund eftir okkar. Kastalinn var hins vegar biðinnar virði þó að við höfum ekki rekist á neinn úr konungsfjölskyldunni að þessu sinni. Fengum okkur kaffi í skakka húsinu á eftir og náðum að kaupa okkur skó áður en við tókum lestina aftur heim. Ákváðum að fara á ítalskan veitingastað hér í nágrenninu og þurftum aftur að bíða í klukkutíma – nú eftir borði. Hins vegar var ólíkt meira gaman að sitja þar, sötra rauðvín og fylgast með sætum, ítölskum strákum búa til pizzur heldur en að híma á brautarpallinum.
þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli