þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Rewind


Jæja þá er Ragnheiður Lára flogin heim á ný og skilur eftir mömmu með mikinn söknuð í hjarta. Aldrei náðum við mæðgur að blogga saman svo það lendir á mér að segja frá síðustu dögum. Geri það í köflum svo að ég geti sett fleiri myndir með.

Ránka mætti sem sagt til Oxford svolítið svefnlaus og föl á vangann á fimmtudaginn en ekki kraftminni en svo að hún tók vel í skoðunarferð um miðbæinn. Gekk þar sínu fyrstu kílómetra sem áttu eftir að verða margir næstu daga. Við vorum snöggar að vippa okkur framhjá sögufrægum húsum og svoleiðis leiðindum enda mikið af munaðarlausum flíkum í bænum sem þráðu fátt eins heitt og að eignast nýjan eiganda. Við gátum bjargað mörgum slíkum enda opið lengur á fimmtudögum en aðra daga. Bárum heim poka og komum við á núðluhúsinu á Cowley Road. Ragnheiður uppgötvaði að íslenska sjónvarpið er síður en svo það versta í heimi.

Engin ummæli: