þriðjudagur, 1. maí 2007
1. maí
Í Oxford er bara einn stétt svo þeir eru ekki að stressa sig yfir að halda upp á alþjóðlegan dag verkalýðsins. Það verður gert næsta mánudag og heitir þá bara ‘bank holiday’. En í morgun vorum við Michele skriðnar í fötin fyrir klukkan fimm og lagðar af stað niður að á hjólandi í fyrstu skímu morgunsins. Ferðinni var heitið niður á Magdalenubrúna sem er nú rétt heima hjá okkur en var vendilega lokuð af og í strangri lögreglugæslu frá klukkan þrjú í nótt. Hjóluðum sem leið lá niður í High Street og blönduðum okkur í mannmergðina sem öll streymdi á Magdalenubrúna. Flestir í balldressum næturinnar, stelpurnar svolítið kuldalegar í sparikjólum og maskarinn aðeins farinn að færast til- sumir ennþá með alkahólið í blóðinu. Aðrir betur búnir og sumir blómum skreyttir. Svo stóðum við í þvögu fyrir neðan Magdalenuskólann g mændum upp á turninn til klukkan sex. Þá þögnuðu allir sem einn, sólin litaði þakskeggin og ljómaði á styttunum, kirkjuklukkum var hringt og svo tók við kórsöngur og morgunbæn. Kórinn söng að lokum fyrstamaílagið, krakkarnir í kringum mig kysstust og óskuðu hvert öðru gleðilegs maís og svo röltu allir í rólegtheitum til baka í High Street og leituðu sér að plássi til að setjast inn og fá sér morgunverð. Enginn hoppaði í ána en það hefur verið vandamál síðustu ár og ástæðan fyrir því að brúnni var lokað núna og við austurbæingar þurftum að taka á okkur krók. Við Michele kysstumst lítið en hjóluðum um bæinn og leituðum uppi vordansara áður við héldum á heimaslóðir. Fórum á Kaffihús Jóa og borðuðum alvöru enskan morgunverð áður við héldum heim og áfram í vinnu. Gaman að upplifa oxfordskan maídag – en er hins vegar alveg að sofna yfir tölvunni núna.
Fram þjáðir menn í þúsund löndum!
PS. Morgunblaðið segir að nokkir apakettir hafi samt sem áður náð að hoppa í ána. http://news.bbc.co.uk/1/hi/england/oxfordshire/6610449.stm
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ skvís.
Þetta kalla ég dugnað að geta vaknað og verið komin út klukkan fimm og fara svo bara beint að vinna. Ert náttúrlega hetja.
Knús Þurý
Það er nú ekki mikill hetjubragur á mér í augnablikinu!
ó mamma gemm mér rós í hárið á mér tveir litlir strákar eru skotnir í mér... annar er blindur og hinn ekki séééér! ó mamma gemm mér rós í hárið á mér!!!! ætla ekki einu sinni að skrifa hvað þú syngur svo, það er svo ljótt! þetta var maður nú alinn upp við.. og sjáðu hvernig ég endaði ha!
Heyrðu - endaðir hvar? Veit ekki nema að lífið leiki við þig - þú hefðir átt að vita hvað hún mamma mín söng fyrir mig:
Það á að strýkja stelpuna!
Stinga henni ofan í mykjuna!
Loka hana úti og lemja hana
og láta hann bola éta hana.
Og sjáðu hvar ég er stödd í lífinu - í sólargeislum í Oxford (reyndar í kjallaranum1).
Skrifa ummæli