Winifred og Patrekur, leigusalar eru á bak og burtu þessa vikuna svo að við leigjendur leikum lausum hala á Divinity Road. Michele lætur frelsið ekki slá sig út af laginu og heldur uppi sínum hefðbundu kvöldvenjum og situr við sauma. Ég hins vegar flippaði út og í stað þess að sitja yfir bókum og skrifa blogg hef ég reynt að vinna upp tveggja mánaðar skort á sjónvarpsglápi. Gamla, stóra sjónvarpið á miðhæðinni nær fjórum stöðvum en samt eru einhvern veginn alltaf sams konar þættir á þeim öllum. Síðustu tvö kvöld hef ég getað valið á milli þess að sjá Breta í gúmmístígvélum láta langþráða drauma rætast með því gera upp gömul hús og hallir eða feitar konur reyna við drauminn um að verða grennri. Gúmmístígvélafólkið stendur í ströggli við fólk frá einhvers konar torfusamtökum sem vill skipta sér af hverjum múrsteini og þakskífu en feitu konurnar liggja undir stöðugum átölum og leiðindum frá hinni ræfilslegu Jane sem lætur þær feitu meira að segja kúka í Tupperwaredós og segir svo: Oj bara - þegar hún tekur lokið af. Ég stóð mig að því að verða spenntari fyrir múrsteinunum.
Vegna sjónvarpsleysis er ég ósköp lítið inn í gangi mála hérlendis en hef tekið upp þann sið að fá mér tebolla um klukkan 10 í vinnunni og lauma honum með mér yfir í tölvuherbergið þar sem ég skrolla niður netmoggann á methraða. Þetta er náttúrlega ekkert í líkingu við það skipta alvöru blaðinu á milli okkar Hannesar yfir ristuðu brauði og góðu kaffi í eldhúsinu á Hjarðarhaga en verður að duga að sinni. Það veitir mér ákveðið öryggi að vita af svifryksáhyggjum og gangi í Baugsmáli þó ég nenni ekki alveg að setja mig inn í þau málefni. En nóg til þess að þegar ég varð andvaka upp klukkan þrjú í nótt gat ég ekki hætt að hugsa eftirfarandi:
- Ef og þegar að Miklabrautin verður sett í stokk – hvað verður þá um allt svifrykið? Ég meina það hverfur ekki neitt eða minnkar heldur hlýtur að safnast saman í stokknum og hvert er því veitt úr honum?
- Ef ég bið Hannes að finna tölvupóst frá flugfélaginu með upplýsingum um næstu ferð þá finnst honum það erfitt. Og ég skil það því ég er sjálf alltaf að leita að alls konar tölvupóstum varðandi hitt og þetta og get aldrei fundið neitt. En hver leitar – og finnur - öll þessi týndu bréf í Baugsmálinu og væri ekki ástæða til að halda um þetta námskeið fyrir okkur hin?
Las líka í netmogganum i morgun pistil Ingveldar Geirsdóttur – sem er ekkert skyld okkur Óla Geirs - um franska heimspekinginginn Baurillard sem er nýdáinn. Hann var að halda erindi í London þegar ég var síðast í rannsóknarleyfi og þær stöllur sem þá deildu með mér vinnuherbergi fóru að hlusta á hann. Þær komu upprifnar til baka en gátu samt engan veginn sagt mér hvað hann hafði sagt í erindinu. Pistill Ingveldar um hann var hins vegar góður og minnti mig á þá tíma þegar ég sem unglingur datt niður í þunga þanka um það hvort að líf mitt væri kannski ekki raunverulegt heldur bara draumur einhvers annars. Nokkuð sem ég hef eiginlega aldrei fengið neina staðfestingu af eða á.
En sem sannur Íslendingur – aðeins að veðrinu sem hefur verið sérlega gott síðustu daga og gefur glimt af vori og hvernig Oxford hlýtur að líta út á björtum sumardegi. Fór út í garð í hádeginu í gær að skoða Cherwell ána sem hafði flætt yfir göngustíga þannig að virðulegt fólk sem var á leið í vinnu varð að fara úr sokkum og skóm og bretta upp á jakkafatabuxurnar og vaða yfir á tánum. Er ekki frá því að það sé enn betra veður í dag en í gær svo kannski fer ég bara aftur í garðinn í dag og athuga hvort eitthvað hefur sjatnað í ánni.
Vegna sjónvarpsleysis er ég ósköp lítið inn í gangi mála hérlendis en hef tekið upp þann sið að fá mér tebolla um klukkan 10 í vinnunni og lauma honum með mér yfir í tölvuherbergið þar sem ég skrolla niður netmoggann á methraða. Þetta er náttúrlega ekkert í líkingu við það skipta alvöru blaðinu á milli okkar Hannesar yfir ristuðu brauði og góðu kaffi í eldhúsinu á Hjarðarhaga en verður að duga að sinni. Það veitir mér ákveðið öryggi að vita af svifryksáhyggjum og gangi í Baugsmáli þó ég nenni ekki alveg að setja mig inn í þau málefni. En nóg til þess að þegar ég varð andvaka upp klukkan þrjú í nótt gat ég ekki hætt að hugsa eftirfarandi:
- Ef og þegar að Miklabrautin verður sett í stokk – hvað verður þá um allt svifrykið? Ég meina það hverfur ekki neitt eða minnkar heldur hlýtur að safnast saman í stokknum og hvert er því veitt úr honum?
- Ef ég bið Hannes að finna tölvupóst frá flugfélaginu með upplýsingum um næstu ferð þá finnst honum það erfitt. Og ég skil það því ég er sjálf alltaf að leita að alls konar tölvupóstum varðandi hitt og þetta og get aldrei fundið neitt. En hver leitar – og finnur - öll þessi týndu bréf í Baugsmálinu og væri ekki ástæða til að halda um þetta námskeið fyrir okkur hin?
Las líka í netmogganum i morgun pistil Ingveldar Geirsdóttur – sem er ekkert skyld okkur Óla Geirs - um franska heimspekinginginn Baurillard sem er nýdáinn. Hann var að halda erindi í London þegar ég var síðast í rannsóknarleyfi og þær stöllur sem þá deildu með mér vinnuherbergi fóru að hlusta á hann. Þær komu upprifnar til baka en gátu samt engan veginn sagt mér hvað hann hafði sagt í erindinu. Pistill Ingveldar um hann var hins vegar góður og minnti mig á þá tíma þegar ég sem unglingur datt niður í þunga þanka um það hvort að líf mitt væri kannski ekki raunverulegt heldur bara draumur einhvers annars. Nokkuð sem ég hef eiginlega aldrei fengið neina staðfestingu af eða á.
En sem sannur Íslendingur – aðeins að veðrinu sem hefur verið sérlega gott síðustu daga og gefur glimt af vori og hvernig Oxford hlýtur að líta út á björtum sumardegi. Fór út í garð í hádeginu í gær að skoða Cherwell ána sem hafði flætt yfir göngustíga þannig að virðulegt fólk sem var á leið í vinnu varð að fara úr sokkum og skóm og bretta upp á jakkafatabuxurnar og vaða yfir á tánum. Er ekki frá því að það sé enn betra veður í dag en í gær svo kannski fer ég bara aftur í garðinn í dag og athuga hvort eitthvað hefur sjatnað í ánni.
2 ummæli:
guð hvað þú lifir spennandi lífi:)
Vertu ekki alltaf þetta að öfundast út í mig!
koss
mams
Skrifa ummæli