Nei ekki þannig - bara hýr og rjóð því að það er von á Hannesi í helgarheimsókn með rútunni klukkan þrjú í dag. Reyndar var hann ekki búinn að finna flugmiðann sinn undir miðnætti í gær svo kannski kemur hann bara ekki neitt. En ég ákvað að slá öllu upp í kæruleysi og skippa skólanum alveg. Hóf daginn á því að þrífa ísskápinn sem var orðinn óþarflega mikið lífrænn og lifandi. Hef svo setið við að lesa ritgerðir meistaranema sem stefna ótrauðir á útskrift í vor og voru eflaust orðnir langþreyttir á bið eftir endurgjöf frá kennaranum sínum. Svo á ég bókaðan tíma í klippingu niðrí bæ hálftólf og ætla þaðan beint í leikfimi þannig að það verður ekkert smá flott pæks sem tekur á móti úrvinda ferðalangi - verst er að hann á ekkert eftir að taka eftir þessum breytinum öllum.
En það er margt að sjá og skoða í Oxford um helgina. Í tilefni 100 ára afmælis Oxfordhéraðs (nei það getur ekki verið - það hlýtur að vera milljón ára gamalt!) er slökkt á götulýsingum í Breiðstræti og í staðin hafa verið settir upp lifandi ljósaskúlptúrar og eldur brennur þar upp um allar trissur. Hljóp með hlaupaklúbbnum þar í gegn í gærkvödl og þetta var stórflott og ég hlakka til að sýna Hannesi þetta í kvöld. Á morgun er svo dagur heilags Patreks og kannski getum við fengið okkur grænan bjór eins og þeir serverurðu alltaf í ameríkunni á þeim degi þegar ég var þar forðum.
En hlaupin í snoðun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli