mánudagur, 26. mars 2007

Mamma beyglar alltaf munninn


Söng Bjartmar minnir mig hér forðum og ástæða þess að mamma beyglaði munninn var að hún var að ‘maskara augun’ fyrir ballferð. Þegar ég var að maskara mín í morgun datt mér í hug maskaraprófið sem ein kollega mín í háskólanum sagði mér frá. Prófið á sér þessa forsögu: Kolleginn ætlaði að biðja manninn sinn um að kaupa fyrir sig maskara í fríhöfninni og komst þá að raun um að maðurinn sem hún taldi hafa horft á sig ótal sinnum í andlitsmálun í gegnum ártuga samband þeirra hafði ekki hugmynd um hvað væri maskari. Hún hélt fyrst að þetta væri einsdæmi en sem sönn félagsvísindakona lagðist hún í rannsóknir og viti menn - það kom í ljós að þar sem hópur karla fékk þessa spurningu– hvað er maskari? – gat yfirleitt enginn svarað því rétt. Við Áslaug vinkona prófuðum þetta á okkar karlasamkundu í London um daginn og sá sem komst einna næst því sagði að þetta væri eitthvað til að smyrja í kringum augun – virkilega hugguleg konan hans! En prófið þetta stelpur næst þegar þið sitjið í karlahópi. Ekki það – eflaust geta þeir svarað í sömu mynt og spurt okkur um heddingar og hornspyrnu. En samt – ég varð alveg steinbit.
Hvílíkt blogg á mánudegi – afsakið.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég var í þessum orðum að prófa þetta á eiginmanninum til síðustu 100 ára eða svo og hann fór út í flóknar pælingar um efni til að búa til maska eða grímu! Og þú hefur séð litla baðherbergið heima hjá mér, við þurfum iðulegqa að ýta hvort á annað á morgnana til að komast bæði fyrir. En það stendur ekki "maskari" á apparatinu, að vísu.

Nafnlaus sagði...

Sorry Guðrún, þetta var ég! Svala

Nafnlaus sagði...

Búin að skrifa tvisvar sinnum athugasemd hérna inn en netið mitt frýs svo þetta er lítið spennandi. En allavega þá kunni Steinar nokkur skil á maskara allavega nefndi hann að þetta væri svona langt og mjótt og væri notað til að mála augnhár. Svo hann virðist hafa áttað sig á þessu. Heldur þú þá að hann sé kannski bara hommi maðurinn? he he

En ég var að lesa um bænirnar hjá þér og þótti það ansi skemmtileg lesning eins og svo margt annað sem þú skrifar skvísa. Ég treysti Ömmu minni svoldið fyrir ættingjunum enda var hún mikil trúkona og ég er viss um að hún er ein af ráðgjöfum Guðs í ýmsum efnum sem varðar okkur mennina. En Knús dúlla frá Spáni

Nafnlaus sagði...

Já mér finnst Árni mun eðlilegri en Steinar er auðvitað bara í betri tengslum við konuna í sjálfum sér - sem þykir gott!

Nafnlaus sagði...

amma syngur alltaf "Mamma beyglar alltaf augun, þegar hún maskar munnnin og er að fara á ball" svo apar Kári Freyr það eftir henni.. það er ógeðslega fyndið!

Nafnlaus sagði...

Elsku Gudrún.
Thad virdast svo margir lesa bloggid thitt....ég líka. Svo mér datt í hug ad nota thig adeins.Viltu auglýsa fyrir mig. Ein samstarfskona mín hefur svo mikinn áhuga á húsnædisskiptum tvær vikur nú í júlí. Vill bara til Íslands og býdur íbúd í midbæ Kaupmannahafnar, reidhjól og bíl.

Ástarkvedja

Nafnlaus sagði...

Sæl Ragnheiður mín - Ásgeirs. Á ég ekki að setja auglýsingu inn á hi-starf sem fer um allan háskólann. Ef þú sendir mér netfangið hennar.

gaman að heyra frá þér