Jamm og já og þá er síðasta hlaupið hér í Flórens hlaupið (nema að ég fari í fyrramálið). Var ekki mjög einbeitt þegar að ég vaknaði sjö í morgun enda að baki langur en skemmtilegur gærdagur. Sá hófst með hlaupi en svo mættu hingað í morgunkaffi íslenskir kunningjar, Gerður og Gunnar (sem voru orðnir vinir við dagslok). Tókum strætó upp í Fiasole og í brennandi sól drógum við þau hjónin upp hverja brekkuna á fætur annarri að skoða útsýni og klaustur. Tókum þriggja tíma stopp á tjaldstæðinu þar sem er að finna veitingastað og sundlaug og þar með ískalt hvítvín og svölun í köldu vatni. Kaffi og campari soda á Casa de Popula því þar er líka útsýni í hina áttina og svo strætó langt suður yfir Arnó þar sem við héldum göngunni áfram, nú að leita upp sýningu Ragnars Kjartanssonar í EX3. Sátum í dásamlega svölum sal og horfðum á mömmu hans Kjartans hrækja á hann eins og hún ætlar að gera reglulega á fimm ára fresti á meðan hún lifir. Mér fannst þetta gaman. En þarna vorum við orðin verulega lúin svo við tókum bíl heim til þeirra Gunnars og Gerðar og pískuðum Gunnari út í eldhúsinu þar sem hann galdraði fram frábært sjávarréttarpasta. Við hin drukkum bara bjór á meðan. Við skötuhjón kvöddum svo þessa nýju vini og héldum gangandi heim með viðkomu á spænskum bar við Domuna til að fylgjast með Spánverjum vinna sinn leik- ég fagnaði ákaft. Vissi ekki að við (lesist Hannes) héldum með hinum sem ég man ekki núna hverjir voru.
En já svo voru það hlaupin. Eftir þennan dag var svolítil luðra í mér þegar að ég vaknaði þarna sjö og fór í hlaupafötin. Ræddi hlaupaplön við Hannes sem sagði að það hlyti að vera í lagi að svindla ærlega á prógrömmum í sumarfrí svo ég fór aftur úr hlaupagallanum og í rúmið. Lá þar í klukkutíma, fór aftur í hlaupafötin og hljóp af stað út í Cascino garðinn. Núna sagðist garmurinn vera batteríslaus svo ég gaf skít í tíma (og það var skynsamlegt) og skokkaði rólega af stað. Úff, ofan í hitann er nú rakara en nokkru sinni og mér fannst orðið erfitt að anda. Margir að hlaupa og ganga í garðinum og til að breyta til hljóp ég suður yfir á og meðfram henni og yfir næstu brú til baka yfir í garðinn. Þar sem ég hljóp rennsveitt eftir stígnum hljóp ég inn í mýfluguský og fann þær límast allar við andlitið á mér, háls og hendur. Reyndi að ná þeim af með bolnum mínum en gekk ekki vel. Fann vatnshana þegar ég kom í garðinn og þreif mig aðeins betur. Við endann á garðinum var ég orðin grútmáttlaus (10 km) og sá að hjónin í græna veitingaskúrnum voru mætt og farin að setja út borð og stóla. Hljóp til þeirra og fékk að kaupa hjá þeim orkudrykk, einhvers konar Gatorate og settist hjá þeim á bekk og svalg drjúgum. Fann að þetta gerði mér svo gott að þegar ég stóð upp úr eigin svitapolli gat ég næstum stokkið af stað á ný og ef ég hefði ekki verið svona rennandi sveitt og subbuleg hefði þetta næstum verið eins og í auglýsingu á orkudrykk. Sem betur fer var bakríið lokað því um það bil sem ég var þar var svitinn farinn að leka niður úr buxunum mínum sem sveifluðust rennandi blautar um lærin og ég kunni eiginlega ekki við að fara inn neins staðar nema heima hjá mér.
Þannig er það. Ég skulda í þessari viku um 10 km en ætla að láta það sem komið er duga. Siggi Pé hlýtur að skilja að hér í hitanum er hver kílómetri á við tvo ... þannig að ég er eiginlega búin að hlaupa 102 km en ekki 51 í vikunni!
En já svo voru það hlaupin. Eftir þennan dag var svolítil luðra í mér þegar að ég vaknaði þarna sjö og fór í hlaupafötin. Ræddi hlaupaplön við Hannes sem sagði að það hlyti að vera í lagi að svindla ærlega á prógrömmum í sumarfrí svo ég fór aftur úr hlaupagallanum og í rúmið. Lá þar í klukkutíma, fór aftur í hlaupafötin og hljóp af stað út í Cascino garðinn. Núna sagðist garmurinn vera batteríslaus svo ég gaf skít í tíma (og það var skynsamlegt) og skokkaði rólega af stað. Úff, ofan í hitann er nú rakara en nokkru sinni og mér fannst orðið erfitt að anda. Margir að hlaupa og ganga í garðinum og til að breyta til hljóp ég suður yfir á og meðfram henni og yfir næstu brú til baka yfir í garðinn. Þar sem ég hljóp rennsveitt eftir stígnum hljóp ég inn í mýfluguský og fann þær límast allar við andlitið á mér, háls og hendur. Reyndi að ná þeim af með bolnum mínum en gekk ekki vel. Fann vatnshana þegar ég kom í garðinn og þreif mig aðeins betur. Við endann á garðinum var ég orðin grútmáttlaus (10 km) og sá að hjónin í græna veitingaskúrnum voru mætt og farin að setja út borð og stóla. Hljóp til þeirra og fékk að kaupa hjá þeim orkudrykk, einhvers konar Gatorate og settist hjá þeim á bekk og svalg drjúgum. Fann að þetta gerði mér svo gott að þegar ég stóð upp úr eigin svitapolli gat ég næstum stokkið af stað á ný og ef ég hefði ekki verið svona rennandi sveitt og subbuleg hefði þetta næstum verið eins og í auglýsingu á orkudrykk. Sem betur fer var bakríið lokað því um það bil sem ég var þar var svitinn farinn að leka niður úr buxunum mínum sem sveifluðust rennandi blautar um lærin og ég kunni eiginlega ekki við að fara inn neins staðar nema heima hjá mér.
Þannig er það. Ég skulda í þessari viku um 10 km en ætla að láta það sem komið er duga. Siggi Pé hlýtur að skilja að hér í hitanum er hver kílómetri á við tvo ... þannig að ég er eiginlega búin að hlaupa 102 km en ekki 51 í vikunni!