Fyrir aldarfjórðungi fór ég í janúarbyrjun til náms í Bandaríkjunum og bjó þar eins og núna í herbergi undir súð. Í mars settist að mér eitthvað óskiljanlegt hugarangur sem birtist helst í því að við mig mátti hvorki segja neitt fallegt né ljótt – þá fór ég að gráta. Þetta var að verða vandræðalegt þegar að einn prófessorana (sem var þá nýbúinn að græta mig) spurði hvort ég gæti verið haldin heimþrá. Ég fór og hringdi mitt fyrsta símtal heim – í mömmu – nema hvað. Símtalið var einhvern veginn svona:
G: sniff!
M: Ert þetta þú Guðrún mín?
G: Snökt, snökt
M: Er ekki allt í lagi Guðrún mín?
G: Umm, sniff!
Og okkur fannst þetta held ég báðum afskaplega dýr þögn og snökt á landsímalínunni sjálfri. Enda á þeim tíma þegar að maður hringdi bara til útlanda eftir að hafa undirbúið símtalið vel í huganum og talaði svo hátt og á þuríðarjóhhraða og helst ekki nema um bráð dauðsföll.
Þessi minning kom upp í hugann í gærkvöldi þegar ég byrjaði á því að fylgjast með síðustu mínútum handboltaleiksins á MSN við Maríellu:
[20:53:36] Mariella Thayer says: danir með boltann
[20:53:40] Guðrún Geirsdottir says: nooooo
[20:53:48] Mariella Thayer says: tæp mínúta
[20:53:55] Mariella Thayer says: daninn skoraði
[20:53:55] Guðrún Geirsdottir says: suuuuuu
[20:54:00] Guðrún Geirsdottir says: æi
[20:54:09] Mariella Thayer says: þetta er hræðilegt!
[20:54:11] Guðrún Geirsdottir says: hvar er snorri?
[20:54:13] Mariella Thayer says: hálf mínúta
[20:54:17] Guðrún Geirsdottir says: við undir?
[20:54:18] Mariella Thayer says: hann er þeyttur
[20:54:24] Mariella Thayer says: skot í söng
[20:54:28] Guðrún Geirsdottir says: í söng?
[20:54:29] Mariella Thayer says: 20 sek eftir
[20:54:34] Guðrún Geirsdottir says: meiri söng?
[20:54:35] Mariella Thayer says: ekki sjens
Stuttu seinna rabbaði ég við Ingvar, námsstjórann minn í rúman hálftíma á Skypinu og svo gott betur annan við dóttlu. Og í fyrradag sagði Hannes (að mér fannst í miðju samtali): Æ – ég nenni ekki að tala við þig lengur.
Ekki sá ég þetta nú allt fyrir í ameríkunni forðum.
Annars er von á dóttlu á morgun og ég hlakka mikið til. Henni finnst óþarfi að þurfa að bera með sér danskt appelsínu og gulrótarmarmelaði. Eftir allt sem ég hef nú gert fyrir hana um tíðina. Það er nú ekki eins og maður sé að biðja um hákarl.
G: sniff!
M: Ert þetta þú Guðrún mín?
G: Snökt, snökt
M: Er ekki allt í lagi Guðrún mín?
G: Umm, sniff!
Og okkur fannst þetta held ég báðum afskaplega dýr þögn og snökt á landsímalínunni sjálfri. Enda á þeim tíma þegar að maður hringdi bara til útlanda eftir að hafa undirbúið símtalið vel í huganum og talaði svo hátt og á þuríðarjóhhraða og helst ekki nema um bráð dauðsföll.
Þessi minning kom upp í hugann í gærkvöldi þegar ég byrjaði á því að fylgjast með síðustu mínútum handboltaleiksins á MSN við Maríellu:
[20:53:36] Mariella Thayer says: danir með boltann
[20:53:40] Guðrún Geirsdottir says: nooooo
[20:53:48] Mariella Thayer says: tæp mínúta
[20:53:55] Mariella Thayer says: daninn skoraði
[20:53:55] Guðrún Geirsdottir says: suuuuuu
[20:54:00] Guðrún Geirsdottir says: æi
[20:54:09] Mariella Thayer says: þetta er hræðilegt!
[20:54:11] Guðrún Geirsdottir says: hvar er snorri?
[20:54:13] Mariella Thayer says: hálf mínúta
[20:54:17] Guðrún Geirsdottir says: við undir?
[20:54:18] Mariella Thayer says: hann er þeyttur
[20:54:24] Mariella Thayer says: skot í söng
[20:54:28] Guðrún Geirsdottir says: í söng?
[20:54:29] Mariella Thayer says: 20 sek eftir
[20:54:34] Guðrún Geirsdottir says: meiri söng?
[20:54:35] Mariella Thayer says: ekki sjens
Stuttu seinna rabbaði ég við Ingvar, námsstjórann minn í rúman hálftíma á Skypinu og svo gott betur annan við dóttlu. Og í fyrradag sagði Hannes (að mér fannst í miðju samtali): Æ – ég nenni ekki að tala við þig lengur.
Ekki sá ég þetta nú allt fyrir í ameríkunni forðum.
Annars er von á dóttlu á morgun og ég hlakka mikið til. Henni finnst óþarfi að þurfa að bera með sér danskt appelsínu og gulrótarmarmelaði. Eftir allt sem ég hef nú gert fyrir hana um tíðina. Það er nú ekki eins og maður sé að biðja um hákarl.
2 ummæli:
Hæ hæ mæðgur. Það er rétt, tækniframfarirnar eru ótrúlegar,áður fyrr sættu menn sig við það að kannski kæmi bréf með haustskipum!
Við höfum það fínt og yngsti fjölskyldumeðlimurinn er allur að koma til eftir stóra skammta af sýklalyfjum. Góða skemmtun um helgina, það verður örugglega mjög gaman hjá ykkur. Bestu kveðjur frá Áslaugu
Tók á móti lúinni konu kl. þrjú - en hún samt ekki þreyttari en svo að við fórum fótgangandi í bæinn og fundum fullt af flíkum sem þurftu nýjan eiganda.
bið að heilsa litlu ljúfunni
Skrifa ummæli