Og hann hefur svo sannarlega verið hérna megin þessa helgina. Föstudagskvöldið sátum við leigjendastúlkurnar í stofunni hjá fósturforeldrunum. Arineldurinn skíðlogaði og glamaði á andlitum sem urðu rjóðari og brosmildari með hverjum réttinum – og rauðvínsglasinu. Meginrétturinn dádýrakássa með alvöru kartöflumús og heimalöguðu rauðkáli sem ég hélt að mamma kynni ein að kokka. Rabbabarapæ í eftirrétt. Heyrðum sögur af fyrrum óperum og leigjendum þeirra hjóna frá öllum heimisins hornum og ég velti fyrir mér hvernig sögurnar af okkur yrðu sagðar nýjum leigendum framtíðarinnar.
Fór út í South Gate garðinn að hlaupa kl. 10 í gær. Var sagt að þar æfði nýji hlaupahópurinn á laugardögum en hvernig sem ég snerist um garðinn fann ég hvorki tangur né tetur af honum. En veðrið var gott og þó ég þyrfti að skvettast um í bleytu á köflum tók ég smá túr um hverfið til að átta mig á aðstæðum. Sá svo á heimasíðu Headingtonanna að laugardagshlaupið hafði verið fellt niður vegna forfalla þjálfaranna.
Eins og ég sagði ykkur um daginn erum við Michele í matarbandalagi en ég gleymdi eiginlega heiðursmeðliminum henni Nigellu. Michele eldaði glæsirétt eftir hennar leiðsögn á laugardagskvöldið. Var fyrst að hugsa um að setja uppskriftina hér en sá að það væri skynsamlegra að geyma hana með sjálfri mér og slá í gegn þegar heim verður komið.
Nú til að toppa svo matarmálin buðu Michele og Pascal vinkona hennar mér að slást í hópinn upp úr hádeginu til að borða saman krárárbít (árbítur á krá sem sagt). Ég sá fyrir mér franskar kartöflur í reykmettuðum salarkynninum en það var sko ekki. Pascal á jeppa og brunaði með okkur í lítið þorp í nágrenninum og þar sátum við á bæjarkránni, frábærri og gamalli og fengum okkur steikt nautakjöt með kartöflum, grænmeti og Yorkshire pudding í svo stórum skömmtum að afgreiðslukonan átti í basli með að bera þetta allt í okkur. Hefði þurft að kasta mér á dívan eftir matinn. Eru þeir til ennþá?
Fór út í South Gate garðinn að hlaupa kl. 10 í gær. Var sagt að þar æfði nýji hlaupahópurinn á laugardögum en hvernig sem ég snerist um garðinn fann ég hvorki tangur né tetur af honum. En veðrið var gott og þó ég þyrfti að skvettast um í bleytu á köflum tók ég smá túr um hverfið til að átta mig á aðstæðum. Sá svo á heimasíðu Headingtonanna að laugardagshlaupið hafði verið fellt niður vegna forfalla þjálfaranna.
Eins og ég sagði ykkur um daginn erum við Michele í matarbandalagi en ég gleymdi eiginlega heiðursmeðliminum henni Nigellu. Michele eldaði glæsirétt eftir hennar leiðsögn á laugardagskvöldið. Var fyrst að hugsa um að setja uppskriftina hér en sá að það væri skynsamlegra að geyma hana með sjálfri mér og slá í gegn þegar heim verður komið.
Nú til að toppa svo matarmálin buðu Michele og Pascal vinkona hennar mér að slást í hópinn upp úr hádeginu til að borða saman krárárbít (árbítur á krá sem sagt). Ég sá fyrir mér franskar kartöflur í reykmettuðum salarkynninum en það var sko ekki. Pascal á jeppa og brunaði með okkur í lítið þorp í nágrenninum og þar sátum við á bæjarkránni, frábærri og gamalli og fengum okkur steikt nautakjöt með kartöflum, grænmeti og Yorkshire pudding í svo stórum skömmtum að afgreiðslukonan átti í basli með að bera þetta allt í okkur. Hefði þurft að kasta mér á dívan eftir matinn. Eru þeir til ennþá?
1 ummæli:
Elsku Gunna. Það er greinlegt að þú hefur það ljómandi gott í útlandinu. Það er ekki enn komið á hreint með ferðina okkar til London en ég læt þig vita um leið og eitthvað verður ákveðið. Ég kem þá með súkkulaði og skal vera mjög dugleg að bjóða þér bita !
Saknaðarkveðjur frá Áslaugu
Skrifa ummæli