Hann er skrítinn á manni kollurinn enda rannsóknarefni margra.
Fyrst sat ég heilan dag í kjallaranum og horfði tómum augum út í heiminn. Rimlarnir í glugganum ýmist tákn um andlega innilokun eða áminning um tilgang og mikilvægi dvalarinnar. Og ég fór dauf í dálkinn heim.
Í gær birti ögn yfir og í dagslok var ég búin að stela mér pappírsörkum úr tölvuherberginu og leggja ofan á þær alla litlu miðana sem ég hafði rissað á þann daginn. Gerði pílur og örvar, breytti og færði, sneri við númerum og henti loks nokkrum miðum. Náði aftur í þá í ruslafötuna. Fór heim frá óreiðunni og bað ræstingarfólkið í hljóði að henda henni ekki. Hún var þarna enn í morgun.
Og svo er maður blessaður með degi eins og þessum. Þar sem orðin raða sé næstum áreynslulaust á skjáinn, þar sem hver uppljómunin yfirgnæfi þá fyrri og kollurinn eins og alíslensk flugeldasýning á gamlárskvöld. Og ég þori ekki að hætta og fara heim af ótta við að líkingin haldi áfram alla leið og næst þegar ég tek upp vinnuþráðinn verði ekkert eftir nema prikin.
Sleppti hlaupum í gær fyrir bíó í kvikmyndaklúbbnum og nú var enginn stormur til að afsaka þau býtti. Mig langaði bara meira í bíó. Sá norsk/sænska mynd, Sálma úr eldhúsinu. Svona líka ljúflingsmynd og svo átti að vera skandinavískt bakkelsi á eftir. Það reyndist nú bara vera súkkulaðikaka úr pakka. Kannski hefur hún verið keypt í Ikea (eða ækía eins og innfæddir þekkja búðina).
Í kvöld hafa þau Patrekur og Winifred boðið okkur leigjendaskjátunum sínum þremur í kvöldmat og ég hlakka mikið til. Á virkum dögum elda þau sér saman margréttaðar máltíðir sem mér þætti fullur sómi af til hátíðarbrigða. Á því von á góðum kræsingum sem yrði tilbreyting frá pastanu sem er eiginlega það eina sem ég nenni sjálf að malla. Hins vegar erum við Michele komnar í nokkurs konar matarbandalag. Hún er mikil áhugakona um matargerð og við fundum fljótlega út að það væri meira gaman og praktískara að malla okkur saman kvöldverð a.m.k. nokkrum sinnum í viku. Það hefur sett ögn fjölbreyttari blæ á mínar matarvenjur hér.
Í gær birti ögn yfir og í dagslok var ég búin að stela mér pappírsörkum úr tölvuherberginu og leggja ofan á þær alla litlu miðana sem ég hafði rissað á þann daginn. Gerði pílur og örvar, breytti og færði, sneri við númerum og henti loks nokkrum miðum. Náði aftur í þá í ruslafötuna. Fór heim frá óreiðunni og bað ræstingarfólkið í hljóði að henda henni ekki. Hún var þarna enn í morgun.
Og svo er maður blessaður með degi eins og þessum. Þar sem orðin raða sé næstum áreynslulaust á skjáinn, þar sem hver uppljómunin yfirgnæfi þá fyrri og kollurinn eins og alíslensk flugeldasýning á gamlárskvöld. Og ég þori ekki að hætta og fara heim af ótta við að líkingin haldi áfram alla leið og næst þegar ég tek upp vinnuþráðinn verði ekkert eftir nema prikin.
Sleppti hlaupum í gær fyrir bíó í kvikmyndaklúbbnum og nú var enginn stormur til að afsaka þau býtti. Mig langaði bara meira í bíó. Sá norsk/sænska mynd, Sálma úr eldhúsinu. Svona líka ljúflingsmynd og svo átti að vera skandinavískt bakkelsi á eftir. Það reyndist nú bara vera súkkulaðikaka úr pakka. Kannski hefur hún verið keypt í Ikea (eða ækía eins og innfæddir þekkja búðina).
Í kvöld hafa þau Patrekur og Winifred boðið okkur leigjendaskjátunum sínum þremur í kvöldmat og ég hlakka mikið til. Á virkum dögum elda þau sér saman margréttaðar máltíðir sem mér þætti fullur sómi af til hátíðarbrigða. Á því von á góðum kræsingum sem yrði tilbreyting frá pastanu sem er eiginlega það eina sem ég nenni sjálf að malla. Hins vegar erum við Michele komnar í nokkurs konar matarbandalag. Hún er mikil áhugakona um matargerð og við fundum fljótlega út að það væri meira gaman og praktískara að malla okkur saman kvöldverð a.m.k. nokkrum sinnum í viku. Það hefur sett ögn fjölbreyttari blæ á mínar matarvenjur hér.
Fer klukkan ekki að verða sjö?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli