Líf mitt hér ytra er svo ómerkilegt að það virðist ekki í duga í daglegt blogg. Ekki að það sé mikið merkilegra á fróni – þannig séð en það er heldur erfiðara að finna hina skáldlegu hlið á hverdeginum hér ytra. Það er varla fréttnæmt að verið er að grafa upp hálft High Street sem er svona Miklabraut þeirra Oxvaðinga og gerir okkur hjólendum erfitt um vik. Né heldur að þeim parketmönnunum gengur bara vel með gólfið heima á Divninty Road. Hvað þá að skólarnir í bænum komu bara vel út á samræmdu prófunum í ár.
Starfsdagurinn eins og handrit að rússneskri verðlaunakvikmynd: Kona situr ein í kjallara og pikkar á tölvu, fær illt í axlirnar, stendur upp og teygir sig, sest aftur og pikkar – í svona tvo tíma. Stendur upp, gerir teygjuæfingar og fer á klóið. Kemur aftur og pikkar áfram. Nær í samlokuna sína, röltir yfir götuna, kaupir vont kaffi í sjálfsala og sest inní starfsmannaherbergið. Stundum eru einhverjir þar. Segir síjú og fer aftur yfir götuna. Sest og pikkar og svo framvegis til klukkan fimm eða sex - svona eftir öxlunum. Hápunkturinn er að fara út á skrifstofu og athuga hvort að aðgangskortið er komið. Það er ekki komið. Þegar það kemur má hún fá lánaðar bækur á bókasafninu og þá verður kátt í höllinni.
Skráði mig í pilatesnámskeið í gær – út af öxlunum. Það reyndist heilmikil þraut að finna rétta staðinn en með því að þræða mig í gengum heilt íþróttahús og paufast í kolniðamyrkri yfir hlaupabraut og gervigrasvöll fann ég lókalið, lokað og læst. Sem betur fer kom einhver og opnaði og ég gat hringt í Betu kennara sem sagðist hafa ætlað slaufa tímanum þar sem allir nemendur nema ég hefðu tilkynnt forföll. Mér fannst þetta ekki lofa góðu. Eftir smávandræðagang fékk ég svo einkatíma í pilates sem mér fannst næstum eins merkilegt og fljúga á Saga Class um daginn og Beta reyndist hin ágætasta. Borgaði henni námskeiðið, fékk enga kvittun og er ekki viss um að hún mæti í næstu viku.
Fór af námskeiðinu að hitta Michele sem dró mig í háskólaklúbbinn á alþjóðlegan fund rannsóknarnema eða öllu heldur fund alþjóðlegra rannsóknarnema. Þar sat saman ungt rannsóknarfólk frá öllum heimsins hornum en áttu það öll sameiginlegt að langa í fasta stöðu í háskólanum. Mér fannst ég hálfgerður svikari með mína bara bíðandi eftir mér heima. En þetta er harður akademíuheimur hérna ytra.
Skemmtilegasta innslagið í dag átti svo að vera samtalið sem við dóttla áttum í gær . Ætlaði að stela því frá henni en hún var fljótari til og er búin að segja sína hlið á sínu bloggi. Af því að ég veit að hún vonar og trúir að ég lesi aldrei hennar síðu þá stelst ég til að birta þetta á minni– ég hafði bara svo gaman af þessu:
Starfsdagurinn eins og handrit að rússneskri verðlaunakvikmynd: Kona situr ein í kjallara og pikkar á tölvu, fær illt í axlirnar, stendur upp og teygir sig, sest aftur og pikkar – í svona tvo tíma. Stendur upp, gerir teygjuæfingar og fer á klóið. Kemur aftur og pikkar áfram. Nær í samlokuna sína, röltir yfir götuna, kaupir vont kaffi í sjálfsala og sest inní starfsmannaherbergið. Stundum eru einhverjir þar. Segir síjú og fer aftur yfir götuna. Sest og pikkar og svo framvegis til klukkan fimm eða sex - svona eftir öxlunum. Hápunkturinn er að fara út á skrifstofu og athuga hvort að aðgangskortið er komið. Það er ekki komið. Þegar það kemur má hún fá lánaðar bækur á bókasafninu og þá verður kátt í höllinni.
Skráði mig í pilatesnámskeið í gær – út af öxlunum. Það reyndist heilmikil þraut að finna rétta staðinn en með því að þræða mig í gengum heilt íþróttahús og paufast í kolniðamyrkri yfir hlaupabraut og gervigrasvöll fann ég lókalið, lokað og læst. Sem betur fer kom einhver og opnaði og ég gat hringt í Betu kennara sem sagðist hafa ætlað slaufa tímanum þar sem allir nemendur nema ég hefðu tilkynnt forföll. Mér fannst þetta ekki lofa góðu. Eftir smávandræðagang fékk ég svo einkatíma í pilates sem mér fannst næstum eins merkilegt og fljúga á Saga Class um daginn og Beta reyndist hin ágætasta. Borgaði henni námskeiðið, fékk enga kvittun og er ekki viss um að hún mæti í næstu viku.
Fór af námskeiðinu að hitta Michele sem dró mig í háskólaklúbbinn á alþjóðlegan fund rannsóknarnema eða öllu heldur fund alþjóðlegra rannsóknarnema. Þar sat saman ungt rannsóknarfólk frá öllum heimsins hornum en áttu það öll sameiginlegt að langa í fasta stöðu í háskólanum. Mér fannst ég hálfgerður svikari með mína bara bíðandi eftir mér heima. En þetta er harður akademíuheimur hérna ytra.
Skemmtilegasta innslagið í dag átti svo að vera samtalið sem við dóttla áttum í gær . Ætlaði að stela því frá henni en hún var fljótari til og er búin að segja sína hlið á sínu bloggi. Af því að ég veit að hún vonar og trúir að ég lesi aldrei hennar síðu þá stelst ég til að birta þetta á minni– ég hafði bara svo gaman af þessu:
Fjölskylda....
Hvað er fjölskylda? Er fjölskylda, foreldrar og barn, fólk sem er skylt? Fólk sem býr saman? Par? Stórfjölskylda? Kjarnafjölskylda? Vinahópur? Samkynhneigt par? Þetta var mikið rætt í tíma um daginn og vildu flestir segja að fjölskylda væri: Fólk sem er tengt einhverjum böndum og býr á sama stað sem það kallar heimili. Erum við þá að tala um skrýtnu fjölskylduna...fimmtugur framhaldsskólakennari frá Keflavík, reykir vindla, drekkur mjólk með kvöldmatnum, borðar ekki pizzu, hlustar á Rolling Stones... tvítug háskólastelpa, Reykjavíkurmær, drekkur ekki mjólk, borðar ekki fisk, elskar pizzu, finnst "ýkt" gaman af öllu, er kynnast hvað lífið hefur upp á að bjóða og elskar það. Köttur, 3 ára fress, kominn úr Kattholti en fæddur og uppalinn í fiskverksmiðju úti á landi, þunglyndur en frekur, finnst æðislegt að rúnka sér á sófateppinu og láta kela við sig, borðar allan mat en í uppáhaldi er þó Viskas hlaup...Þetta er tilvalið í handrit fyrir einhvern lásí gamanþátt á skjá einum... Ragnheiður
Veit ekki hvort þetta skánar neitt við að fá mig heim
3 ummæli:
steliþjófur... :)
Hæ hæ. Mér finnst nú ýmislegt gerast í þínu lífi þarna úti. Eitthvað ertu að bardúsa núna - ég var að reyna að ná sambandi á skypinu, heyri kannski í þér á eftir.Ég var að svæfa Herdísi en hún ætlar að gista hjá afa og ömmu í nótt. Hér í Sólheimum hefur mikið gengi á síðan á miðvikudag. Hvort sem þú trúir því eða ekki þá er komið nýtt parkett á alla íbúðina, bara sísvona einn tveir og þrír. Þeir komu frá tryggingunum í hádeginu á miðvikudag,sendu okkur í búð að velja og hófust svo handa og kláruðu um miðjan dag í dag.Ég get mælt með þessum smiðum. Þetta er mjög flott og nú ætla ég inn í stofu að raða bókum í bókahillurnar. Höres Sluga
Frábær fjölskyldumynd Ragnheiður !!!
Skrifa ummæli