Jamm og já og komið sunnudagskvöld og ég sé að tíminn hér ytra er því miður ekkert tregari að líða en sá heima.
What are your plans for the weekend var ég spurð af alls konar fólki á föstudaginn og svo urðu bara allir sorgmæddir þegar ég kvað þau engin og ég sé að hér eiga allir sér sín helgarplön. Mér fannst ég næstum eins og litla stúlkan með elspýturnar í þeirra augum - en alsæl sjálf með skipulagsleysið.
Veðrið var ljúft alla helgina - ég finnst þetta smart fyrirkomulag -rigning og rok virka daga og sól og blíða um helgar. Nýtti veðrið samt skammarlega lítið í gær. Sat heima og las og reyndi að skrifa grein sem er að gera mér lífið erfitt. Gerði helgarhreingerningu á herberginu mínu (sem felst í því að þurrka af skrifborðinu og skáp og fara fram með ruslið) sem tók næstum fimm mínútur.
Las Times og svo eitt subbublað sem ég passaði að setja inn í Times þegar ég henti því í endurnýtingakassa heimilisins. Horfði líka í laumi á Idolið í dag þegar ég var viss um að enginn væri heima.
Hápunktur helgarinnar var hlaupið með Headingtonunum í morgun. Hjólaði í íþróttahúsið og þar var sama hrúgan mætt og síðast. Skipt í getuhópa og ég varð heltekin valkvíða. Flestir hópar ætluðu ægilegar vegalengdir enda að æfa fyrir Londonarmaraþonið og ég með mín bak- og botnmeiðsl var ekki viss um skynsemi þess. Heyri alltaf röddina hennar Þóru þegar ég er að ákveða eitthvað hlaupaheimskulegt og það forðar mér stundum frá freistingum.
Ákvað því að fara með mestu lúðunum og elta Andrew. Við vorum tíu sem eltum hann af stað og áttum að fara á snigilshraða. Mér fannst hlaupalagið heldur hægt en hvað um það. Hér æpir svo forystusauðurinn "Back loop" af og til og þá snýr öll hersingin við til að elta uppi þá síðustu - datt í hug að það mætti kalla það aftursting heima.
En hlaupaleiðin var frábær. Eftir smátúr um borgina lá leiðin út með gömlum kanal þar sem kanalbátar lágu við festar, skreyttir blómapottum og kaffiilmur steig upp um stompana. Innan um gamlir karlar að renna fyrir fiski (myndi ekki vilja borða þann þó!). Eftir kanalinn hlupum við svo niður að sjálfri Thamesánni sem var að sögn heimamanna í talsverðum ham eftir hlýindin og vætuna undanfarið. Þræddum okkur niður með ánni um engi og grundir, garða og haga og sólin skein, börn hlógu og hestar hneggjuðu. Mílur þeirra heimamanna eru enn að vefjast fyrir mér en þegar hringnum var lokað lágu 18 kílómetrar að baki og ég enn þessa heims og bara nokkuð sátt við tilveruna. Sjáum hvað botninn og bakið hafa að segja á morgun.
Fengum nýjan gest á Divinity Road í gær. Lítil Annie frá Hong Kong kom fljúgandi í 24 tíma til að sækja hér vikunámskeið sem er forsenda fyrir hugsanlegri inntöku í haust. Hún fór snemma í koju í gær, skiljanlega, en vaknaði eiturhress í morgun, mætti í morgunmat með upplýsingar af netinu og var farin út í eitthverja útsölukringlu upp í sveit með strætó. Kom svo heim um kvöldmatarleyti svo hlaðin pokum að það sást varla í hana. Ég hélt að við Íslendingar ættum einkarétt á svona?
What are your plans for the weekend var ég spurð af alls konar fólki á föstudaginn og svo urðu bara allir sorgmæddir þegar ég kvað þau engin og ég sé að hér eiga allir sér sín helgarplön. Mér fannst ég næstum eins og litla stúlkan með elspýturnar í þeirra augum - en alsæl sjálf með skipulagsleysið.
Veðrið var ljúft alla helgina - ég finnst þetta smart fyrirkomulag -rigning og rok virka daga og sól og blíða um helgar. Nýtti veðrið samt skammarlega lítið í gær. Sat heima og las og reyndi að skrifa grein sem er að gera mér lífið erfitt. Gerði helgarhreingerningu á herberginu mínu (sem felst í því að þurrka af skrifborðinu og skáp og fara fram með ruslið) sem tók næstum fimm mínútur.
Las Times og svo eitt subbublað sem ég passaði að setja inn í Times þegar ég henti því í endurnýtingakassa heimilisins. Horfði líka í laumi á Idolið í dag þegar ég var viss um að enginn væri heima.
Hápunktur helgarinnar var hlaupið með Headingtonunum í morgun. Hjólaði í íþróttahúsið og þar var sama hrúgan mætt og síðast. Skipt í getuhópa og ég varð heltekin valkvíða. Flestir hópar ætluðu ægilegar vegalengdir enda að æfa fyrir Londonarmaraþonið og ég með mín bak- og botnmeiðsl var ekki viss um skynsemi þess. Heyri alltaf röddina hennar Þóru þegar ég er að ákveða eitthvað hlaupaheimskulegt og það forðar mér stundum frá freistingum.
Ákvað því að fara með mestu lúðunum og elta Andrew. Við vorum tíu sem eltum hann af stað og áttum að fara á snigilshraða. Mér fannst hlaupalagið heldur hægt en hvað um það. Hér æpir svo forystusauðurinn "Back loop" af og til og þá snýr öll hersingin við til að elta uppi þá síðustu - datt í hug að það mætti kalla það aftursting heima.
En hlaupaleiðin var frábær. Eftir smátúr um borgina lá leiðin út með gömlum kanal þar sem kanalbátar lágu við festar, skreyttir blómapottum og kaffiilmur steig upp um stompana. Innan um gamlir karlar að renna fyrir fiski (myndi ekki vilja borða þann þó!). Eftir kanalinn hlupum við svo niður að sjálfri Thamesánni sem var að sögn heimamanna í talsverðum ham eftir hlýindin og vætuna undanfarið. Þræddum okkur niður með ánni um engi og grundir, garða og haga og sólin skein, börn hlógu og hestar hneggjuðu. Mílur þeirra heimamanna eru enn að vefjast fyrir mér en þegar hringnum var lokað lágu 18 kílómetrar að baki og ég enn þessa heims og bara nokkuð sátt við tilveruna. Sjáum hvað botninn og bakið hafa að segja á morgun.
Fengum nýjan gest á Divinity Road í gær. Lítil Annie frá Hong Kong kom fljúgandi í 24 tíma til að sækja hér vikunámskeið sem er forsenda fyrir hugsanlegri inntöku í haust. Hún fór snemma í koju í gær, skiljanlega, en vaknaði eiturhress í morgun, mætti í morgunmat með upplýsingar af netinu og var farin út í eitthverja útsölukringlu upp í sveit með strætó. Kom svo heim um kvöldmatarleyti svo hlaðin pokum að það sást varla í hana. Ég hélt að við Íslendingar ættum einkarétt á svona?
1 ummæli:
Hæ og takk fyrir síðast!
Rosalega er gaman að lesa frásagnirnar þínar.
Mig langar svo til að sjá myndir af umhverfi þínu!!!Áskorun....
Kveðja
Maríella
Skrifa ummæli