föstudagur, 12. janúar 2007

Andlegur timburmannadagur

Ég átti svo sem alveg von á því að það kæmi smá dalverpi í tilveruna á þessum tímapunkti. Fyrstu dagarnar á nýjum stað fara svo gjarna í að reyna að átta sig á tilverunni og þau skyndikynni geta verið orkufrek. Og svo áttar maður sig á því að...
  • maður er aleinn í útlöndum og allir hinir heima og svei mér ef ég er ekki með snert af heimþrá
  • það má ekki víst ekki hjóla í gegnum Oxford Parks til að komast í skólann eins og ég hefði átti að vita sagði hann starfsmaðurinn sem hjólaði mig uppi til að skamma mig
  • bæjarkortið liggur heima í íþróttatöskunni og leiðin heim er síður en svo ljós
  • ég átti að fylla út eyðublað með myndunum og það liggur nú læst inn á skrifstofu hjá Ingrid svo það dregst enn að ég komist í netsamband í skólanum
  • bráðabirgðakortið mitt í skólann virkar bara ekkert svo ég þarf að sæta lagi að komast inn á daginn
  • það virðist eiga að leggja niður netsambandið mitt við Ísland um óákveðinn tíma - það hljómar ekki vel!

EN! Hannes hringdi í mig þar sem ég sat döpur á skólaháaloftinu og gladdi mig. Og Eric á bókasafninu bauð mér á bókasafnskynningu sem var hin gagnlegasta. Og ég komst heim kortalaus og keypti í matinn og fann meira að segja krydddeildina sem ég hafði ekki fundið í Tesco fram að þessu þannig að nú á ég bæði salt og pipar. Og meðleigjandinn Michelle spurði hvort ég vildi ekki slást í för með henni og vinkonu og fara á bíó á morgun. Svo maður ætti ekki að vera að væla og ég hætti því hér með enda er þetta að verða hin leiðinlegasta færsla.

3 ummæli:

aslaug sagði...

Elsku Gunna.
Hér er allt á kafi í snjó og rosa kalt. Vonandi hefur verið gaman hjá þér í bíó, við vorum að koma af Kaldri slóð og skemmtum okkur vel. Fórum 6 saman, ég, Kristján, tengdó, Anna, Arna og Brynja K. Kristján er alltaf í svo miklum kvennafans að honum varð á orði að við yrðum að fara á tveimur bílum því við kæmumst ekki "allar" í einn bíl. Hann er orðinn einn af stelpunum ! Fórum líka í mikið barnaafmæli hjá Herdíi Önnu. Saknaðarkveðjur frá Áslaugu

Nafnlaus sagði...

Gaman að heyra - þá fer ég að skilja þessar undarlegu strandmyndir sem hann sendi mér í gær drengurinn. Hann hefur bara tekið þær heima hjá sér! Og meira afmæli hjá Herdísi Önnu! Er líka að fara í bíó. Heyrðu vinkona - reyndu nú að koma þér á Scype - sáraeinfalt og við getum þá talað saman í gegnum tölvurnar okkar. Var að tala við H. og fannst frábært - en svolítið skrítið að sitja við tölvuna og fá röddina hans úr takkaborðinu! Ástarkveðja

aslaug sagði...

Hvað þarf maður að gera til að komast á Skype ? Þarf maður einhverjar græjur ? Við erum bara með WebCam hérna heima ? Við erum kannski svolítið vitlaus en við erum búin að dównlóda hinu og þessu núna en komumst ekki í samband - ertu kannski enn í bíó ????