Góðan dag.
NÚ GENGUR senn í garð helgasti
árstími okkar kristinna manna. Það
er ljóður á ráði að það virðist vera
sem helgistundum fylgi mikil
óráðsía. Á jólunum liggja börnin
organdi og heimta sífellt stærri
pakka, í stað þess að minnast fæðingar
Krists. Á páskunum liggja
börnin organdi í sykursjokki eftir að
hafa graðgað í sig súkkulaði í lítravís.
Ég þoli ekki börn. Sjálf átti ég
erfiða æsku og hagaði mér aldrei
eins og barn. Ég var ekki alin upp
við stanslaust gjafaflóð, heldur var
ég látin vinna fyrir mat mínum og
var reglulega hýdd. Þess ber ég enn
merki. Þá var ég ekki ánægð með
þessa meðferð, en í dag sé ég að hún
var mér fyrir bestu. Ef ekki hefði
verið fyrir umræddar barsmíðar
lægi ég liggjandi í gólfinu organdi á
meiri sykur og gjafir. Þess í stað er
ég þakklát fyrir það sem ég hef og
ætla ekki að borða súkkulaði á páskunum.
Þó má vera að ég fái mér epli.
Og svo eru það fermingarnar. Þegar
ég var yngri þótti það munaður að fá
á annað borð að vera fermdur. Nú
telst enginn maður með mönnum
nema hann fái fermingarveislu fyrir
mörg hundruð þúsund og helst gjafir,
einkum tölvuspil og sælgæti!
Þetta ætti ekki að heita ferming
lengur. Þetta ætti að heita Óráðsía.
Það er að vísu líka nafn á landi en
fermingar gætu einnig kallast það.
Fermingarbörn mæta jafnvel í
veislurnar á gulum limósíum sem
hæfa klámkóngum. Ég vil því skora
á þegna þessa lands að koma með
okkur félögum í Femínistafélagi Íslands
og mótmæla óráðsíunni (fermingunni,
jólum og páskum) fyrir utan
Hallgrímskirkju á Pálmasunnudag.
Hættum að vera gráðug, fáum okkur
eins og einn ávöxt til hátíðabrigða en
lifum annars meinlætalífi! Að lokum
vil ég hrósa Morgunblaðinu fyrir
dálkinn Orð dagsins. Þar er oft að
finna þarfan boðskap á þessum síðustu
og verstu tímum. Knaparnir
fjórir nálgast óðum.
Guðrún Jónsdóttir.
Ja sussum svei! Stóðst ekki mátið eftir að hafa lesið Netmoggann minn í morgun og rekist á þessa ljúfu páskakveðju. Verst að komast ekki með í mótmælin - en ég fæ mér bara páskaepli (bara hálft) í staðið og bíð svo skíthrædd eftir knöpunum fjórum.
1 ummæli:
Hæ vinkona! Langaði að senda þér og ykkur páskakveðjur. Vona að dóttlan hafi komist heil til þín og þið hafið það gott saman. Það mætti vera svo miklu betra veður núna loksins þegar maður er kominn í frí. Held að hann Steinar minn sé veðurólukkugrís því það fór að rigna tveimur dögum áður en hann kom. En við erum samt búin að hjóla um víða. Verður síðan erfitt að horfa á góða veðrið út um gluggann þegar maður á að vera farin að vinna aftur. Knús og kossar, Þurý
Skrifa ummæli